Frábær mæting á kynningarkvöld knattspyrnudeildar

Þétt setinn salurinn á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar og hér má einungis sjá hluta þeirra sem mæ…
Þétt setinn salurinn á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar og hér má einungis sjá hluta þeirra sem mættu á svæðið.
Það var fullt út úr dyrum á kynningarkvöldi knattspyrnudeildar í KA-heimilinu í gærkvöld þar sem farið var yfir komandi knattspyrnusumri. Greinilegt er að stuðningsmenn KA eru spenntir fyrir sumrinu og ætla ekki að láta sitt eftir liggja til að hjálpa liðinu í baráttunni.

Gunnar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar, sagði KA-liðið vera spennandi og hvatti hann fólk til þess að styðja vel við bakið á því í baráttunni í sumar.

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari, sagði að liðið væri tilbúið í slaginn. Mikilvægt hafi verið að fá til liðs við KA reynsluboltana Gunnar Val og Jóhann Helgason í vetur, koma þeirra hefði aukið breiddina í hópnum og þétti raðirnar. Nú væri KA-liðið því góð blanda af reynslumiklum mönnum og ungum og sprækum strákum.

Elmar Dan Sigþórsson, fyrirliði, kynnti síðan liðið og skaut mörgum bærilega þéttum skotum að félögum sínum. Húmorinn og léttleikinn sveif yfir vötnum, sem einkennir þann góða anda sem er í hópnum.

Að lokinni kynningu var boðið upp á veitingar.

Þetta var frábært kvöld og gefur góð fyrirheit um komandi sumar.