Frábær árangur 4 og 5 flokks karla

Pétur óla hefur náð góðum árangri með 4.flokk
Pétur óla hefur náð góðum árangri með 4.flokk
5. og 4. flokkur karla voru í eldlínunni í dag, 4. flokkur tryggði sér þáttökurétt í úrslitaleik á íslandsmótinu með jafntefli við Fylki en 5.flokkur tapaði 4-0 fyrir Breiðablik í úrslitum íslandsmóts,
Og þess má einnig geta að 3.flokkur kvenna gerði 1-1 jafntefli í gær gegn Keflavík fyrir sunnan, en með jafnteflinu runnu möguleikar þeirra útí sandinn að komast áfram, stelpurnar eru núna að spila sinn síðasta leik gegn Álftanesi.

Núna rétt í þessu var að ljúka leik KA og Breiðabliks í úrsltium Íslandsmót í 5.flokki, ekki gekk sem best í þeim leik, en KA strákarnir töpuðu 4-0 fyrir feikna sterku liði blika. En samt sem áður er 2.sæti á íslandsmótinu frábær árangur.

4.Flokkur var að spila við Fylki á KA vellinum og dugði jafntefli til að komast áfram, í fyrri hálfleik voru fylkismenn mikið mun sterkari og sóttu látlaust, eitt mark var uppskera þeirra í hálfleiknum. En það var alveg ljóst að Pétur Ólafsson þjálfari hafi látið nokkur vel valin orð falla í hálfleik því strákarnir mættu gríðarlega sterkir til leiks og áttu síðari hálfleikinn, um miðjann hálfleikinn fékk leikmaður Fylkis að líta rauða spjaldið fyrir að slá leikmann KA, mikil óánægja greið um sig meðal leik- og stuðningsmanna  Fylkis sem voru æfa reiðir út í línuvörðinn sem lét dómarann vita af hinu meinta höggi, leikurinn var stopp í rúmar 5 mínútur, þar sem þurfti að róa mansskappinn niður, en strax í kjölfarið fékk annar Fylkisleikmaður að líta rauða spjaldið en í þetta skitpið var það fyrir kjaftbrúk og KA menn því tveimur fleiri, eftir sláarskot, frábært spila á köflum og smá óheppni komu KA menn boltanum í netið þegar um það bil 5 mínútur voru eftir, var það varamaðurinn Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson sem fékk boltan í miðjum teignum og átti ekki í vandræðum með að setjann framhjá markmanni Fylkis. Síðusut 5 mínúturnar reyndu Fylkis menn en ekkert gekk, KA hélt boltanum mjög vel og uppskar að lokum sæti í úrslitum íslandsmótsins.

Leikurinn fer fram um næstu helgi, nánar tiltekið föstudaginn 11.sept kl 17:30 en ekki er búið að ákveða á hvaða velli leikurinn verður spilaður.

Fyrir hönd heimasíðunnar vil ég óska bæði 5. og 4. flokki hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.