Framkvæmdir við stúkuna á Akureyrarvelli eru í fullum gangi. Áæltuð verklok á öllu eru í ágúst en stúkan
verður orðin góð að innan fyrir fyrsta leikinn sem spilaður verður á vellinum í byrjun júní. Stúkan verður öll hin
glæsilegasta að innan, auk þess sem byggt verður við hana. Í viðbyggingunni verður aðstaða fyrir blaðamenn og lyfta fyrir hjólastóla.
Við hér á síðunni fylgumst vel með gangi mála í stúkunni, hér er að finna myndir sem voru teknar í dag sem gefa góða
mynd af umfangi framkvæmdarinnar.

Græn strá eru komin í kalblettina á vellinum - eintóm jákvæðni! Eddi "Dómari" vallarstjóri var hinn brattasti í dag.

Útlitið er talsvert breytt þegar þú gengur inn í stúkubygginguna.

Séð frá klefa KA - ný herbergi hafa verið sett upp á ganginum.

Á efri hæð stúkunnar.

Flottur veitingasalur að rísa - þarna verður hálfleikskaffið í sumar.

Eldhús verður sett upp.

Gríðarlegar framkvæmdir fyrir aftan stúkuna, búið að saga fyrir nýbyggingunni sem mun svo ná alveg niður.