Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, tilkynnti í dag að framkvæmdum á vallarsvæði KA verður slegið á
frest um ókominn tíma. Fundað verður í fyrramálið um hvað verður gert en Stefáni Gunnlaugssyni formanni var falið það verkefni
að funda með bænum um þetta mál.
Framkvæmdir hófust á vellinum s.l. föstudag og er búið að grafa niður á 2 metra á stóru svæði á vellinum sem
þýðir það að ef að framkvæmdum verður frestað um ár, eins og heyrst hefur, verður völlurinn skiljanlega ónothæfur
næsta sumar og í stað vallar mun standa þar opið sár. Því er ljóst að um grafalvarlegt mál er að ræða.
Stefán Gunnlaugsson sagði í samtali við síðuna að reynt verði að vinna sem best útúr þessu máli og reiknað verði
með niðurstöðu frá bæjarstjórn og verktaka eftir hádegi á morgun.
Nánar verður fjallað um þetta mál fljótlega en á miðvikudag koma inn myndaveislur af vellinum - myndir teknar á föstudag og svo
þriðjudagskvöld þegar framkvæmdir voru komnar í biðstöðu.
Myndirnar hér að neðan tók Andri Fannar á miðvikudag. Fleiri væntanlegar.
-Sig. Þorri