Fréttamolar af liðinu

Jan í baráttunni sumarið 2007
Jan í baráttunni sumarið 2007
Leikmannaskiptaglugginn innanlands lokaði á föstudaginn sl. og voru nokkrar hreyfingar hjá KA í honum.  Einnig er farið yfir það helsta sem farið hefur fram undanfarið.


Slóvenski varnarmaðurinn Janez Vrenko sem lék með liðinu síðustu tímabil er kominn aftur en í haust var ákveðið að endurnýja ekki samninginn við hann. Þetta er góður styrkur fyrir liðið þar sem ljóst er að Ungverjinn Norbert Farkas eða Nobbi mun ekki leika meira með liðinu í sumar.

Nobbi lenti illa eftir skallaeinvígi í leik gegn HK í júlí og eftir skoðanir kom í ljós að hnéð á honum er mjög illa farið og krossband slitið, sem þýðir að hann verður frá í að minnsta hálft ár. Mjög slæm tíðindi fyrir liðið en Nobbi hefur verið að leika vel og óskum við honum góðs og hröðum bata.

Þórður Arnar Þórðarson sem hefur verið að leika í vörninni leikur sinn síðasta leik á föstudaginn gegn Fjarðabyggð en hann heldur til Bandaríkjanna í skóla eftir hann og því ljóst að koma Janezar til liðsins er góð.

Í leikmannaskiptaglugganum lánaði KA svo varnarmanninn unga, Magnús Birki Hilmarsson, til Magna þar sem hann mun leika út tímabilið og fá dýrmæta leikreynslu. Einnig var Sveinbjörn Már Steingrímsson lánaður til uppeldisfélags síns, Völsungs á Húsavík.

Næsti leikur er síðan gegn Fjarðabyggð á Eskifirði á föstudaginn kemur en það er gífurlega mikilvægur leikur fyrir liðið og þrjú stig þar geta komið liðinu aftur á beinu brautina.