Fréttatilkynning: Laugamót í knattspyrnu

Heimasíðunni barst þessi tilkynning á dögunum og fannst okkur ekkert nema sjálfsagt að birta han hér á vefnum:
Hið árlega Laugamót í knattspyrnu verður haldið dagana 21. og 22. nóvember næstkomandi í Íþróttahúsi Framhaldsskólans á Laugum. Reiknað er með að keppni í kvennaknattspyrnu fari fram seinni part föstudagsins 21. nóvember og karlakeppnin fari fram á laugardeginum 22. nóvember.

Spilað verður eftir reglum battaknattspyrnu en hægt er að fá þær sendar sé þess óskað. Nánari tímasetning og tímaseðill verða send út síðar þegar þátttaka er ljós.

Skráning berist á netfangið ifl@nfl.is fyrir þann 12. nóvember og þarf að koma fram nafn liðsins ásamt fulltrúa þess og símanúmers hans.
Þátttökugjald er7000 kr. á hvert lið.

Vonumst eftir sem mestri þátttöku.

Íþróttabraut Framhaldsskólans á Laugum.