Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.
Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8.
mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.
Fríða Rún lærði næringarráðgjöf í University of Georgia í Bandaríkjunum og lauk þar BS- og MS-prófi árin
1993 og 1996 og er því útskrifaður næringarráðgjafi og næringarfræðingur. Hún er einnig ISSA og Life fitness
einkaþjálfari og hefur sérhæft sig í íþróttanæringarfræði.