Á miðvikudaginn er komið að heimaleik Íslandsmeistara KA í 2. flokk gegn Lettneska liðinu FS Jelgava í UEFA Youth League en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum sem leikinn var í Lettlandi á dögunum.
Strákarnir eru því í hörkuséns að tryggja sér sæti í næstu umferð og þurfa á þínum stuðning að halda. Ak-Inn, Íslensk Verðbréf, Leirunesti og Höldur bjóða öllum frítt á leikinn en vegna takmarkaðs miðamagns hvetjum við ykkur til að sækja frímiða á leikinn í Stubb tímanlega.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Greifavellinum á miðvikudaginn (1. október) og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta ykkur þetta frábæra boð hjá Ak-Inn, Íslenskum Verðbréfum, Leirunesti og Höldur að frítt sé á leikinn. Strákarnir gerðu virkilega vel í að sækja 2-2 stöðu eftir fyrri leikinn en þeir lentu 2-0 undir snemma leiks.
Athugið að fyrir þá sem ekki komast á völlinn er leikurinn í beinni á KA-TV á Livey fyrir 1.000 kr, áfram KA!