Fylkir - KA | 8-liða úrslit lengjubikarsins

Túfa segir sínum mönnum til
Túfa segir sínum mönnum til

Í kvöld, fimmtudaginn 16. apríl, eiga okkar menn leik við Fylki í Úlfarsdalnum, en það er heimavöllur Framara. Er þetta leikur í 8-liða úrslitum lengjubikarsins og hefst hann klukkan 20:00.

Hvetjum við alla KA menn sunnan heiða til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar menn.

Fari svo að við vinnum leikinn í kvöld munum við eiga heimaleik gegn annaðhvort ÍA eða Fjölni þann 19. apríl í undanúrslitunum.