Fyrirlestraröð yngriflokkaráðs KA

Í maí stendur yngriflokkaráð fyrir þremur fróðlegum fyrirlestrum. Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur kemur með fyrirlestur sem hann kallar ,,Hugræn færni og árangur", Fríða Rún Þórðardóttir heldur fyrirlestur um næringu íþróttafólks og Stefán Ólafsson heldur fyrirlestur um íþróttameiðsl og forvarnir.

Fríða Rún Þórðardóttir heldur fyrirlestur um næringafræði og næringu    íþróttafólks í sal Lundarskóla miðvikudaginn 6. maí kl. 17.00  Fyrirlesturinn er fyrir þjálfara og iðkendur í 4., 3., 2. og meistaraflokki karla og kvenna hjá KA og Þór/KA. Foreldrar eru hvattir til að mæta líka.  Aðgangseyrir aðeins kr. 200.-


Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari hjá Eflingu heldur fyrirlestur um meiðsli, forvarnir og æfingaval í sal Lundarskóla miðvikudaginn 13. maí kl. 17.00. Fyrirlesturinn er fyrir þjálfara og iðkendur í 4., 3., 2. og meistaraflokki karla og kvenna hjá KA og Þór/KA. Foreldrar eru hvattir til að mæta líka.  Aðgangseyrir aðeins kr. 200.-

Haukur Ingi Guðnason sálfræðingur   heldur fyrirlestur sem hann kallar “Hugræn færni og árangur í knattspyrnu” . Fyrirlesturinn verður í sal Lundarskóla miðvikudaginn 20. maí kl. 17.00. Fyrirlesturinn er fyrir þjálfara og iðkendur í 4., 3., 2. og meistaraflokki karla og kvenna hjá KA og Þór/KA. Foreldrar eru hvattir til að mæta líka.  Aðgangseyrir aðeins kr. 200.-