Eins og fram hefur komið óskaði KA eftir því við Þór að leikurinn yrði spilaður á Þórsvelli, en þeirri ósk var hafnað og vísað til slæms ástands vallarins sem og slæmrar veðurspár á föstudaginn. Því var sótt um til Knattspyrnusambandsins að leikurinn færi fram í Boganum og fékk KA grænt ljós á það í gær.
Þrátt fyrir að leikurinn fari fram í Boganum eru allir stuðningsmenn KA hvattir til þess að drífa sig þangað og hrópa sig hása í stuðningi við heimaliðið. Við þurfum á öllum ykkar stuðningi að halda! Liðið sýndi skemmtilega takta í fyrsta leiknum gegn Leikni sl. föstudagskvöld og vonandi getum við fylgt því eftir í leiknum við ÍR-inga.
Aðgangseyrir á leikinn fyrir 16 ára og eldri er kr. 1.000.