Í kvöld klukkan 18.30 munu okkar menn hlaupa útá Akureyrarvöll í fyrsta sinn á þessu tímabili og verður andstæðingurinn
Víkingur frá Reykjavík. Leikurinn er liður í 3 umferð 1 deildar en KA er með 3 stig eftir frábæran sigur gegn Leikni í 2 umferð.
Mikill undirbúningur hefur átt sér stað fyrir þennan fyrsta heimaleik tímabilsins, sæti eru komin í stúkuna okkar fallegu. KA
lagið fær að hljóma á leiknum en það kom út endurútgefið í fyrradag eins og flestir ættu að vita, og svo er það
rúsínan í pylsu endanum grillveisla sem hefst kl 18 þegar fýrað verður upp í grillum og pylsum skellt á.
Okkar menn sýndu mikil batamerki í síðasta leik eftir tapið gegn ÍR, liðið spilaði frábærlega í 60 mínútur eftir
frekar slakan hálftíma. Uppskeran 3- 1 sigur á gríðarlega erfiðum Leiknisvelli. Það verðru gaman að sjá hvernig okkar menn
koma til leiks í kvöld.
Það var gríðarlega gaman að sjá Dávid Disztl koma inn liðið en hann átti magnaðan leik og virkaði í hörku formi. Einnig
átti varnarJAXLINN Gunnar Valur frábæran leik og voru þeir félagar báðir í liði 2 umferðar fjá fotbolti.net
Davíð Rúnar og Ómar Friðriksson eru ennþá á meiðslalistanum og verða því ekki klárir í leikinn í
kvöld, en aðrir eru í toppstandi.
Víkingsliðið er eins og margur veit undir stjórn skemmtikraftsins Ólafs Þórðarsonar og hafa innanborðs reynslubolta eins og Reynir
Leósson, Hjört Júlíus Hjartarson og Helga Sigurðsson sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir liðið. Einnig hafa þeir úr
að moða frábærum ungum leikmönnum og ber þar helst að nefna Davíð Örn Atlason, KA mann með meiru en hann er sonur þeirra hjóna
Atla Hilmarssonar fráfarandi þjálfara Akureyrar handboltafélags og Hildar Arnardóttur. Viktor Jónsson sem sýndi frábæra takta
í Pepsi-deildinni í fyrra, hann mun þó eiga við meiðsli að stríða. Þá er það Patrik Atlason einnig gríðarlega
efnilegur en allir eru þeir fæddir 1994.
Víkingar eru sætinu ofar en KA í 5. sæti með 4 stig.
Liðin hafa mæst 41 sinni í leikjum á vegum KSÍ fra´1978, KA hefur sigrað 15, tapað 19 og 7 sinnum gert jafntefli. Markatalan er 51 - 68.
Það er morgunljóst að þetta verður spennandi leikur enda tvö fræbær lið sem munu etja kappi.
Verðrið er fínt, fullkomið til þess að fara með fjölskylduna og alla þá sem þú þekkir á völlinn.
Pylsupartíið klikkar ekki. Synir Doktorsins verða með trommur og þokulúðra og þa ðer um að gera a ðtaka undir með
strákunum og láta sönginn óma um bæinn.
Áfram KA !!!!