Umfjöllun: KA - Haukar

KA unnu í kvöld mikilvægan sigur á móti Haukum en Haukar höfði ekki tapað leik í deildinni fyrir viðureign liðanna í kvöld. Þetta var aftur á móti fyrsti sigurleikur KA í sumar. Umfjöllun með myndum.

KA 2 – 1 Haukar
1-0 Guðmundur Óli Steingrímsson (´51)
1-1 Denis Curic (´63)
2-1 Þórður Arnar Þórðarson (´76)

Staðan í deildinni
Leikskýrsla
Umfjöllun á Fótbolta.net

Sandor

Haukur Hei. - Norbert - Elmar - Hjalti

Dean M. - Guðmundur Ó. - Arnar Már. - Steinn G.
Andri Fannar
Janez

Varamenn: Magnús Blöndal, Srdjan Tufegzdic, Sveinn Elías Jónsson(Steinn, 82mín), Þórður Arnar Þórðarson(Andri Fannar, 66mín), Baldvin Ólafsson.

Í kringum 250 áhorfendur mættu á leikinn og það var að sjálfsögðu sama stemning og verið hefur á heimleikjum það sem af er sumri.

Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Hjalti kom inn fyrir Inga Frey sem er meiddur.

Fyrri hálfleikur var mjög tíðindalítill og ekki mikið fyrir augað. Eina teljanlega marktækifæri fyrri hálfleiks átti Steinn Gunnarsson þegar hann vann boltann út við hliðarlínu og náði skoti á markið í þröngu færi en Atli Jónasson markvörður gestanna varði. Að öðruleyti var hálfleikurinn hundleiðinlegur.

Allt annað var upp á teningnum í þeim síðari og virtust bæði lið ákveðinn í því að skora. KA voru þó fyrr til og það gerði Guðmundur Óli Steingrímsson, en hann var fyrstur að átta sig þegar boltinn var laus í teignum eftir að góða hornspyrnu frá þjálfaranum Dean Martin.

Haukar náði síðan að jafna metinn á 63. mínútu. Það kom löng sending frá miðju og einhver misskilningur var á milli varnarmann KA og Sandors og Denis Curic náði að teygja sig í boltann og koma honum í netið.

Einhverjir hefðu þá haldið að við værum að glopra enn einum heimaleiknum niður í jafntefli en annað kom á daginn.

Aðeins örfáum mínútum síðar átti Janez Vrenko hættulegan skalla eftir fyrirgjöf frá Steina sem markvörður Hauka þurfti að hafa sig allan við til að verja.

Það var síðan á 76. mínútu sem sigurmarkið kom. Það kom eins og svo oft áður eftir eina baneitraða hornspyrnu frá Dean Martin. Boltinn barst út til Þórðar Arnars Þórðarsonar sem hamraði boltann í slánna og inn. En hann hafði komið inn á sem varamaður skömmu áður. En þetta var klárlega fallegasta mark KA það sem er af sumri.

Undir lokin vorum við skeinuhættir en Haukar og líklegri til að bæta við marki en lokatölur urðu 2-1 í sanngjörnum sigri. Heilt yfir var liðið að spila ágætlega og þetta var sannkallaður vinnusigur og gott að sjá að liðið sýndi karakter með því að koma til baka eftir jöfnunarmarkið. Einnig kom Þórður Arnar sterkur inn af bekknum og skoraði glæsilegt mark, hans fyrsta fyrir félagið. 

Eftir leikinn er KA í 8. sæti með 5 stig eftir fjóra leiki. Næsti leikur í deildinni er síðan gegn Njarðvík á föstudaginn eftir viku á útivelli en næsti leikur er aftur á móti í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins gegn Magna á Grenivík á þriðjudaginn. En næsti heimaleikur er gegn KS/Leiftri þriðjudaginn 10. júní. 

- Aðalsteinn Halldórsson.