Fyrstu stigin hjá öðrum flokknum komin í hús

Á fimmtudagskvöldið sl. náði annar flokkur í sín fyrstu stig í Soccerademótinu með sigri á Magna.


Staðan í A-riðli (KA2)

Magni 1 - 2 KA2
1-0 Egill Daði Angantýsson ('57)
1-1 Haukur Hinriksson ('76)
1-2 Sigurjón Fannar Sigurðsson ('83)

Steinþór

Haukur Hei. - Sigurjón - Haukur Hin. - Arnar L.
Elís Orri
Jakob H. - Davíð R. - Pálmar - Viktor
Garðar



Varamenn: Eiður Eiðsson, Kristján Sindri Gunnarsson, Jón Heiðar Magnússon, Atli Þorvaldsson.

Í fyrri hálfleik gerði Steinþór Már Auðunsson sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu en markalaust var í hálfleik.

Magnamenn komust svo yfir á 57. mínútu með baráttumarki en þegar tæpur stundarfjórðungar var til leiksloka jafnaði Haukur Hinriksson metin með skallamarki eftir horn. Félagi Hauks í miðverðinum, Sigurjón Fannar, skoraði svo annað skallamark eftir horn nokkrum mínútum síðar og fyrstu stig annars flokks komin í hús.

Næsti leikur hjá þeim er 8. febrúar gegn KS/Leiftri.