Gassi er spenntur fyrir sumrinu.
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir eru framkvæmdir í gangi á Akureyrarvelli. KA – völlurinn verður þó að koma vel undan vetri til
að allt eigi að ganga upp. Heimasíðan tók Gunnar Gunnarsson, Gassa, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í smá spjall.
Jæja Gassi, núna er sumarið að koma og tímabilið fer að hefjast, hvernig er ástandið á völlunum eins og staðan er í
dag?
,,Ástand valla er erfitt þessa dagana en það er góð verðurspá næstu daga
þannig að við vonum að ástand valla verði þokkalegt fyrir sumarið.“
,,Meistaraflokkur hefur farið á fjórar grasæfingar á vellinum fyrir neðan Akureyrarvöll en það er en ekki
víst hvenær æfingar hefjast á KA-svæðinu,“ sagði Gassi.
Nú fer tímabilið að hefjast og eins og vanalega er mikið af leikjum í sumar. En mun þetta leikjaálag hafa einhver áhrif á ástand
vallanna?
,, Ef að vellirnir taka vel við sér næstu daga þá treysti ég frábærum vallarstarfsmönnum KA að halda
völlunum í góðu ásigkomulagi í sumar, og svo höfum við KA-menn tekið yfir Akureyrarvöll þannig að hugsanlega getum við dreift
álaginu betur á milli valla.“
Árlega er haldið á KA-svæðinu hið frábæra N1 mót og verður það glæsilegra með hverju árinu. Er búist við
því að mótið verði ennþá stærra en í fyrra?
,,Undirbúningur fyrir N1 mót er í fullum
gangi og þátttaka gríðarleg og eins og staðan er í dag þá verður þetta lang fjölmennsta N1 mót sem haldið hefur verið.“
Að lokum sagðist Gassi vilja sjá sem flesta á leikjum KA í sumar og styðja vel við bakið á sínum mönnum, allt frá yngri flokkum og
upp í meistaraflokk. ,
,Okkar markmið hjá KA er að taka vel á móti öllum sem koma á KA-svæðið sem og
Akureyrarvöll,“ sagði Gassi, greinilega spenntur fyrir komandi fótboltasumri.