Gauti Gautason valinn í U-17 landsliðið

Gauti Gautason, miðvörðurinn knái í þriðja flokki KA, hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á Norðurlandamóti pilta í Færeyjum dagana 5. til 12. ágúst nk.

Gauti hefur spilað frábærlega með þriðja flokki í sumar og var hann í eldlínunni í gær í Víkinni þar sem þriðji flokkur KA gerði sér lítið fyrir og sigraði Víking R í bæði A- og B-liðum, en ár og dagur er síðan A-lið Víkings tapaði leik. Einnig hefur Gauti spilað í hjarta varnarinnar í 2. flokki í sumar og staðið sig mjög vel.

KA óskar Gauta til hamingju með landsliðssætið og sendir honum og landsliðinu bestu óskir um gott gengi í Færeyjum á Norðurlandamótinu.