Núna fara getraunirnar á fullt aftur og við byrjum nýjan hópleik n.k laugardag og í þetta sinn fær sá sem lendir í fyrsta sæti
ferðavinning með Úrval útsýn. Einnig er fullt af öðrum flottum vinningum.
Til að vera gjaldgengur í leikinn þarf að tippa á enska seðilinn á laugardögum í gegnum sölukerfi KA. Það er gert með
því að mæta í KA heimilið á laugardögum og fá sér súpu og fylla út seðilinn eða með því að senda
okkur tölvupóst á getraunir@ka-sport.is með útfylltum seðli.
Leikurinn verður 15 umferðir þar sem 12 bestu munu gilda, þannig að það er svigrúm fyrir að eiga slæma viku.
Við viljum hvetja alla KA menn til að vera með og styrkja félagið sitt. 25% af söluandvirði fer beint til félagsins og það munar því um
minna.
Við viljum einnig biðla til þeirra sem eru nú þegar að tippa í gegnum 1x2.is eða á sölustöðum hér og þar um bæinn
að gera það frekar í gegnum okkur. Félagið fær 10% af söluandvirði miðanna sem keyptir eru á þessum stöðum og með
lítilli fyrirhöfn er hægt að hækka það uppí 25% eins og áður sagði og eiga þar að auki möguleika á að vinna
hópleikinn.
Ef þið hafið einhverjar spurningar sendið þið þá endilega tölvupóst á getraunir@ka-sport.is.