Getraunastarf hefst á ný

1X2 - Til mikils að vinna!
1X2 - Til mikils að vinna!

KA-getraunir hefja störf um helgina eftir langt jólafrí. Önnur keppni starfsársins hefst og verður spilað næstu fimm helgar.

Fyrstu keppni lauk um miðjan desember með sigri Gylfa Hans Gylfasonar og hlaut hann vinninga að verðmæti hátt í 50 þúsund króna frá okkar frábæru styrktaraðilum. Vinningar fyrir aðra keppni verða ekki síðri og einnig er til mikils að vinna í heildarkeppninni sem spannar þær fjórar keppnir sem verða á starfsárinu.

Getraunakvöldin verða ekki haldin, a.m.k. ekki í nokkrar vikur. Skila skal seðlum á tölvupósti fyrir kl. 22:00 á föstudögum. Netfangið er getraunir@ka-sport.is

Vinningur fyrir 10 rétta í Enska seðlinum náði ekki lágmarksútborgun um síðustu helgi og því bætast 42 milljónir króna við vinning fyrir 13 rétta. Enn fremur bæta Íslenskar getraunir og Svenska Spel 34 milljónum króna aukalega við fyrsta vinning sem verður um 144 milljónir króna og hefur fyrsti vinningur í Getraunum aldrei verið svona hár.

Nú er ástæða til að skoða getraunaseðilinn vel og tippa fyrir kl. 22 á föstudag.

Seðill vikunnar er aðgengilegur hér.