Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og
flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum
tveimur.
Heildarverðmæti vinninga sem í boði eru eftir áramót er hátt í 300.000 krónur.
Þátttakendur safna stigum með þeim hætti sem við þekkjum frá deildarkeppnum í íþróttum almennt þar sem 3 stig fást fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Dæmi: Óskar Þór mætir Gunnari Níelssyni í 1. umferð. Óskar Þór fær 8 rétta en Gunnar 7 rétta. Óskar Þór fær 3 stig og 1 mark í plús en Gunnar ekkert stig og 1 mark í mínus.
Leiknar verða 48 raðir í hverri viku sem kosta kr. 816,- og samanstanda af 1 þrítryggingu og 4 tvítryggingum.
KA fær 26% af hverjum seldum miða.
Vertu með í skemmtilegum leik og styrktu KA í leiðinni.
Tekið er við skráningum á netfangið getraunir@ka-sport.is til og með 11. janúar n.k. Fram þarf að koma fullt nafn, sími, netfang og kortanúmer ásamt gildistíma en greiða þarf með kreditkorti í gegnum sölukerfi KA.
Þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta tekið þátt en greiða þarf með korti forráðamanns.
Keppnin hefst 14. janúar n.k.