Getraunastarf hefst aftur eftir sumarfrí

Skoraðu í íslenskum getraunum!
Skoraðu í íslenskum getraunum!
Nú er komið að því, eftir allt of langt hlé, að getraunastarfið hefjist aftur hjá okkur. Næstkomandi laugardag verður fyrsta umferðin í innanfélagskeppninni.

Fyrirkomulagið í ár verður aðeins öðruvísi en áður, fyrst og fremst til að jafna keppnina. Í ár verða tveir saman í liði en að sjálfsögðu hefur fólk kost á því að vera í eins manns liði. Hvert lið greiðir 6.000 krónur í peningum í þátttökugjald og með því er liðið gjaldgengt í allan leikinn. Hvert lið skilar svo inn tveimur seðlum sem saman standa af fimm tvítryggingum og einni þrítryggingu (betri miðinn gildir í keppninni). Ekki er skylt að kaupa miðann í gegnum sölukerfi Íslenskrar getspár. Til að eiga möguleika á peningaverðlaunum frá getspá hvetjum við fólk þó til að senda miðann inn eða búa til annan og senda hann inn.

Leikurinn hefst á laugardaginn kemur, 21. september
Sjö bestu umferðirnar af tíu munu gilda til stiga
Tveir saman í liði (Í lagi að vera einn)
6.000 krónur á lið
Tveir seðlar, betri gildir
Fimm tvítryggingar og ein þrítrygging
Miðanum skal ávalt skilað inn fyrir kl. 12.50 (13.50 þegar klukkan breytist)
Opið frá 11.00 - 12.50
Aðsetur getraunaþjónustunnar verður í kjallaraklúbbi KA manna (gengið inn að norðan - austan við aðalinngang)

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn kl. 11.00.

Nefndin