Getraunastarf KA hefst á ný - uppfært

Við erum KA-menn, við tippum!
Við erum KA-menn, við tippum!

Getraunastarf KA hefst á ný eftir sumarfrí. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði en áður eða deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.

Keppnirnar verða tvær þennan veturinn, ein fyrir áramót og önnur eftir áramót og verða verðlaun veitt fyrir efstu 3 sætin í hvorri keppni fyrir sig.

Þátttakendur safna stigum með þeim hætti sem við þekkjum frá deildarkeppnum í íþróttum almennt þar sem 3 stig fást fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Dæmi: Óskar Þór mætir Gunnari Níelssyni í 1. umferð. Óskar Þór fær 8 rétta en Gunnar 7 rétta. Óskar Þór fær 3 stig og 1 mark í plús en Gunnar ekkert stig og 1 mark í mínus.

Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og má þar t.a.m. nefna eftirfarandi aðila:

Flugfélag Íslands, Bílaleiga Akureyrar, KEA Hotels, N1, Nova, Ölgerðin, Norðlenska, Leikfélag Akureyrar, Akureyri Handboltafélag, Borgarbíó, Græni Hatturinn, Abaco, Halldór Ólafsson - Úr og skartgripir, Grillmarkaðurinn - Reykjavík, Greifinn, Mexico Restaurant, Kung Fu Sticks & Sushi, Leirunesti, Brauðgerð Axels, Grok, Toppmenn og Sport, Hornið, Götubarinn, Sundlaug Akureyrar, Keilan Akureyri, Ólafur Gylfason golfkennari o.fl

Leiknar verða 48 raðir í hverri viku sem kosta kr. 816,- og samanstanda af 1 þrítryggingu og 4 tvítryggingum.

Tekið er við skráningum á netfangið getraunir@ka-sport.is til og með 29. september n.k. Fram þarf að koma fullt nafn, sími, netfang og kortanúmer ásamt gildistíma en greiða þarf með kreditkorti í gegnum sölukerfi KA. Þeir sem ekki hafa náð 18 ára aldri geta tekið þátt en greiða þarf með korti forráðamanns.

Keppnin hefst 1. október n.k.