Nk. sunnudag verður haldið stórglæsilegt kaffihlaðborð í KA-heimilinu til styrktar 3. flokki karla og kvenna í fótboltanum en flokkarnir eru að
safna sér fyrir æfingaferð erlendis.
Kaffihlaðborðið hefst kl. 14 og eru allir velunnarar KA hvattir til að mæta og eiga góða stund saman í byrjun aðventu.
Hér er verið að endurvekja hin rómuðu kaffihlaðborð KA en á árum áður voru þetta gríðarlega vel sóttar samkomur og
mikilvægur hluti af lífinu innan félagsins.