Glæsilegt lokahóf haldið á Hótel KEA

Laugardagskvöldið fyrir rúmri viku eftir sigurleikinn gegn Víkingum frá Ólafsvík hélt knattspyrnudeild KA stórglæsilegt lokahóf á Hótel KEA.

Góð mæting var á hófið en kvöldið áður hafði knattspyrnudeildin haldið árgangamót í fótbolta og voru margir keppendur þaðan mættir á hófið en árgangamótinu verða gerð skil fljótlega með fjöldanum öllum af myndum.

Lokahófið var eins og áður segir haldið í kjölfar seinasta leiks tímabilsins á veislusal Hótel KEA en veislustjóri var Þorvaldur Makan sem flestir KA-menn ættu að kannast við.

Dínó þjálfari fór yfir tímabilið og það sama gerði Gassi formaður á meðan ljúffengar veitingar voru bornar fram.

Ýmis skemmtiatriði litu dagsins ljós, myndbönd, söngatriði með hnyttnum textum, Vinir Sagga tóku lagið og þá mætti Rögnvaldur gáfaði á svæðið með sína brandara og svo mætti lengi telja.

Að loknu borðhaldi, skemmtiatriðum, ræðum og öllu þvíumlíku lét hljómsveitin Skriðjöklar svo sjá sig og endaði flott kvöld með dansleik í salnum.

Nokkrar viðurkenningar voru veittar og fóru þær í hlut eftirfarandi leikmanna:
Besti leikmaður: Arnar Már Guðjónsson
Efnilegastur: Haukur Heiðar Hauksson
Vinur Móða: Sandor Matus
Saggi ársins: Arnar Már Guðjónsson
Saggi ársins #2: Elmar Dan Sigþórsson
Saggi ársins #3: Dean Martin

Mynd með frétt: Arnar Már og Haukur með viðurkenningarnar sínar.

Fólk kemur sér fyrir í salnum..


Strákarnir í meistaraflokknum tóku lagið - Gassi yfir sig hrifinn og klappaði


Málin rædd..


..fram og til baka


Skriðjöklarnir mættir..


Tveir harðir KA-menn, fyrirliðinn Elmar Dan ásamt Steindóri Gunnarssyni sem er flestum hnútum kunnugur innan fótboltans hjá KA