Kæru KA-menn, KA-konur og KA-börn,
Á laugardaginn næsta, 17. Júlí, munu strákarnir okkar leika gegn Þrótti Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 14:00 á heimavelli KA,
Akureyrarvelli. KA-fólk ætlar að því tilefni að gera sér glaðan dag á pizzastaðnum Bryggjunni við Skipagötu.
Dagskrá hefst kl. 12:30
Andlitsmálning í KA-litunum
Steingrímur Eiðsson, aðstoðarþjálfari KA, fer yfir byrjunarlið, leikskipulag o.fl. sem gaman verður að heyra
Vinir Sagga - Söngæfing
Marsering á völlinn með söng og gleði í fyrirrúmi
3-0 sigri fagnað á viðeigandi hátt
Pizzahlaðborð ásamt gosi - 500 krónur á mann - gjöf en ekki gjald
KA-menn, mætum allir og klæðumst gulu!
Stuðningur yngri flokka KA á miðvikudaginn gegn ÍA var frábær og við ætlum að gera enn betur núna, öll saman!
Mætum með fána, lúðra og veifur eins og við mögulega getum borið og gerum þennan dag eftirminnilegan fyrir alla þá sem völlinn munu
sækja.
Nú sem aldrei fyrr veitir liðinu ekki af stuðningi okkar KA-manna. Sameinumst undir einu flaggi!
Krakkar dragið foreldra ykkar með!
Foreldrar takið foreldra ykkar með!
Strákar takið systur ykkar með!
Stelpur takið bræður ykkar með!
KA-menn! Gulir og glaðir!
Höfum gaman, syngjum saman!
Áfram KA!