Góð þátttaka í innanhússmótinu 30. desember

Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9 lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.
Mótsstjóri er að raða niður mótinu og mun leikjafyrirkomulag og riðlar koma inn á síðuna á morgun 28. des. Fyrsti leikur mótsins hefst á slaginu 17.00 og er áætlað að úrslitaleikurinn hefjist kl. 20.00. Eftir mót verður síðan boðið upp á veitingar í félagsheimilinu og veitt verðlaun fyrir góðan árangur.

Liðin sem skráð eru til leiks og riðlarnir eru hérna fyrir neðan:

 Riðill 1
Riðill 2
FC Úlfarnir
DiegoArmandoMaradona
Skytturnar
'91
Caripis

Meistarar
FC Anzhi
Strumparnir
Wycombe

Spilað verður í 2 riðlum. Tvö lið fara upp úr hvorum riðli og spila kross við hinn riðilinn sem endar síðan með að 2 lið leika til úrslita.

Um 50 leikmenn eru skráðir í 9 liðum þannig að reikna má með miklu fjöri í KA-heimilnu 30. des.

Sigurliðið frá því fyrir tveimur árum - Meistararnir - mætir til leiks og ætlar sér að verja titilinn.