Góður árangur á Goðamóti 5.-6.fl kvenna

B og C - lið 5.fl kv ásamt þjálfurum
B og C - lið 5.fl kv ásamt þjálfurum
Síðustu helgi var Goðamót haldið í 5. og 6.fl kvenna. KA sendi til leiks 6 lið eða 3 lið í hvorum flokk og voru þetta allt í allt voru þetta 52 stelpur sem tóku þátt. Á mótinu voru nokkur lið frá Reykjavíkursvæðinu sem og lið hérna í kring.
5.fl kvenna náði mjög góðum árangri á mótinu en öll þrjú liðin náðu 2.sæti í mótinu. A-lið 5.fl spilaði 3 leiki í riðlakeppni þar sem liðið vann 2 leiki og tapaði einum á mótið Haukum. Síðan voru 2 efstu liðin í okkar riðli og 2 efstu liðin í hinum riðlinum sem spiluðu sín á milli og þar vann KA 1 leik gerði 1 jafntefli og tapaði einum leik og það aftur á móti Haukum.

B-lið 5.fl spilaði í riðlakeppni þar sem liðið vann alla leikina. Eftir riðlakeppni var spilað krossspil þar sem 1.sæti í öðrum riðlinum spilaði við 2.sæti í hinum riðlinum. Sigurvegarinn fór í úrslitaleik. Í undanúrslitum sýndu KA stelpur svakalega karakter þar sem liði var undir 2-0 í hálfleik á móti Val. Í seinni hálfleik skoruðu KA stelpur 2 mörk og náðu að tryggja sér framlenginu. Ekkert var skorað þar og því þurfti að kasta upp pening. Þar var heppnin með okkar stelpum og komust þær í úrslitaleikinn. Í úrslitum mættu stelpurnar liði Dalvík í hörku leik sem endaði með 1-0 sigri Dalvík.

C-lið 5.fl spilaði í sama fyrirkomulagi og B-liði. Þær fóru taplausar í gegnum riðilinn, unnu undanúrslitin þar sem þær mæta síðan liði KF. Eins og leikurinn hjá B-liðinu var þetta hörku leikur en því miður náðu KA stelpur ekki að skora en KF setti 1 mark og því varð C-liðið 3 lið KA til þess að lenda í öðru sæti

6.fl Kvenna var með 3 lið í þessu mótu þar sem verður að segjast að gleðin var í fararbroddi. Þessar stelpur hafa ekki spilað mikið í vetur miðað við liðin fyrir sunnan. Þar var aðdáunarvert að sjá bætinguna hjá öllum liðinum frá fyrsta leik til síðastaleiks.

Allt í allt frábær árangur hjá stelpunum.