6.fl kv B-lið endaði í 1.sæti
Síðustu helgi fóru fram úrslit í Hnátu- og Pollamótum KSÍ AL/NL en þessi mót eru fyrir 6.fl karla og kvenna.
Stelpurnar fóru með B-liðið sitt á Húsavík en strákarnir fóru með A og B lið á Egilsstaði.
Það má segja að veðrið hafi leikið um KA menn á báðum stöðum þar sem mikið var um rigningu og kulda
Hinsvegar létu KA menn það ekki á sig fá og fór svo að Stelpurnar unnu alla sína leiki og stóðu því uppi sem sigurvegarar.
Hjá strákunum fór svo að A-liðið endaði í 4.sæti en B-liðið hjá þeim endaði í 2.sæti keppninnar.
Það má geta þess að lið KA á þessu móti var skipað leikmönnum á yngra ári, ástæðan er sú að
þegar riðlakeppnin var leikinn þá átti eldra árið að fara til Vestmannaeyja daginn eftir og tók því A-lið eldra ársins ekki
þátt.
Þetta verður að teljast fínn árangur hjá okkur KA og flottur endir á sumrinu hjá þessum krökkunm.
Ég minni síðan á fréttina hérna fyrir neðan þar sem hægt er að sjá helstu viðburði á KA svæðinu um helgina
þar sem hæst ber að nefna úrslitakeppni 5.fl kvenna en síðan spilar 5.fl karla sína úrslitakeppni í Reykjavík sömu helgin.