Góður sigur U-17 landsliðs kvenna á Englendingum

Stelpurnar í U-17 landsliði kvenna gerðu sér lítið fyrir og sigruðu enskar jafnöldrur sínar í milliriðli Evrópumóts landsliða í Belgíu í dag með einu marki gegn engu. Lára Einarsdóttir úr KA og leikmaður Þórs/KA var í byrjunarliðinu í dag. Sigurmark Íslands skoraði Sandra María Jessen úr Þór og leikmaður Þórs/KA á 14. mínútu leiksins.

Í hinum leik dagsins í þessum milliriðli gerðu Sviss og Belgía jafntefli. Íslensku stelpurnar mæta jafnöldrum sínum frá Sviss í næsta leik nk. sunnudag.

Efsta liðið í riðlinum kemst áfram í úrslitakeppnina um Evrópumeistaratitilinn, en þar spila aðeins fjögur lið.