KA menn mæta Þórsurum í öðrum flokki næstkomandi þriðjudag þann 20.júlí á Þórsvellinum. Búast
má við alvöru nágrannaslag en mikið er í húfi fyrir liðin.
Eftir erfiða byrjun hafa KA menn heldur betur hrokkið í gang en nú síðast sigruðu þeir topplið FH og þar á undan gerðu þeir
góða ferð suður og lögðu KR af velli og gerðu jafntefli gegn Val.
A-deildin hjá 2.flokki er mjög jöfn og með sigri geta KA menn skotist upp töfluna, og það sama má segja um Þór.
Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Þórsvellinum og hvetjum við alla til þess að kíkja á strákana í þessum mikilvæga leik.