Árlegt Greifamót KA í yngstu aldursflokkunum - 8. flokki, 7. flokki kvk, 7. flokki kk og 6. flokki kvk - verður haldið í Boganum laugardaginn 5. maí.
Reiknað er með að mótið standi frá 9.30 til ca. 15.00, en það fer eftir fjölda skráninga í mótið. Leiktími fer sömuleiðis eftir fjölda skráninga í mótið.
Það breytta fyrirkomulag verður á mótinu í ár að 5 verða í liði en ekki 7. Jafnframt verða vellirnir minni – í stað fjögurra valla í 7 manna boltanum skiptum við Boganum í átta velli.
KA hefur í vetur gert tilraun með þetta fyrirkomulag í Boganum og í ljós kom að þessir yngstu iðkendur verða með þessum hætti – þ.e. færri í liði – mun virkari inni á vellinum en í 7 manna knattspyrnu og það er nákvæmlega það sem við viljum sjá.
Engin úrslit eru skráð í þessu móti.
Allir þátttakendur í mótinu fá þátttökupeninga og að loknu móti verður slegið upp pizzuveislu.
Mótsgjald pr. þátttakanda er kr. 2.000.
Skráningu í mótið lýkur nk. föstudag, 27. apríl. Þátttakendur eru skráðir hjá þjálfurum viðkomandi flokka, sem síðan koma heildarskráningum til mótshaldara.