Greifamót KA í 3. og 4. flokki kvk - úrslit leikja

Úrslit leikja í Greifamóti KA í 3. og 4. flokki kvenna eru sem hér segir:

 

Fös - Dalvík - KA 2  (4. fl)              0-1
Fös - KA 1 - Þór (4. fl)                    5-1
Fös - Þór 1 - KA (3. fl)                    5-2
Fös - Höttur - KA 1 (4. fl)                0-8
Lau - KA - Þór 2 (3. fl)                    1-2
Lau - Dalvík - Höttur (4. fl)             0-1
Lau - Þór - KA 2 (4. fl)                     4-1
Lau - Þór/KA (2. fl) - Þór 1 (3.fl)   4-3
Lau - Dalvík - KA (4. fl)                   0-8
Lau - Höttur - KA 2 (4. fl)                0-1
Sun - Þór 1 - Þór 2 (3. fl)                1-5
Sun - Þór/KA (2. fl) - KA (3. fl)       4-0
Sun - Þór - Höttur (4. fl)                  4-2
Sun - KA 2 - KA 1 (4. fl)                   1-4
Sun - Þór - Dalvík (4. fl)                  4-1
Sun - Þór/KA (2. fl) - Þór 2 (3. fl)  4-0

Lokaröð liða:

4. fl. kvk:
1. KA 1
2. Þór
3. KA 2
4. Höttur
5. Dalvík

3. fl. kvk:
1. Þór/KA 2. fl
2. Þór 2
3. Þór 1
4. KA

Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður um helgina tókst að halda mótið og stelpurnar sem þátt tóku fengu heilmikið út úr mótinu, en ekki gefast alltof mörg tækifæri til þess að spila æfingaleiki í Boganum vegna þess hversu ásetinn hann er. Völsungur forfallaðist bæði með 4. flokks og 3. flokks liðið, en í 3. flokks keppnina kom 2. flokkur Þórs/KA inn með lið og viljum við þakka hversu skjótt og vel þær brugðust við að koma inn í mótið sem gestalið.

Aðkomuliðunum, Dalvík og Hetti, þökkum við sérstaklega fyrir þátttökuna í þessu æfingamóti. Hattarstelpur lentu að vísu í því að Víkurskarðið var lokað á sunnudag og því þurftu þær að gista í KA-heimilinu aðfararnótt mánudags, en lagt var af stað austur strax að morgni mánudags, þegar ruðningstæki höfðu opnað leiðina austur á land.

Þórir Tryggvason tók myndir úr tveimur leikjum í mótinu, annars vegar leik KA 1 og Þórs í 4. fl. og hins vegar Þórs 1 og KA í 3. flokki. Slóðin á myndirnar er: http://www.akureyri.net/frettir/2012/11/19/greifamot-ka-i-fotbolta-myndaveisla/