24.04.2011
Þriðja og síðasta Greifamót KA í vetur verður haldið í Boganum nk. laugardag, 30. apríl, og af þeim sökum falla niður
æfingar allra flokka í Boganum þann dag. Mótið stendur frá kl. 10 til ca. 15.
Þetta árlega Greifamót á þessum tíma árs er fyrir yngstu krakkana - 8. flokk, 7. flokk kk, 7. flokk kvk og 6. flokk kvk. Að venju verður
mótið fjölmennt, en vel á þriðja hundrað krakkar eru skráðir til leiks. Spilað verður á fjórum völlum og að
mótinu loknu, um kl. 15, verður öllum boðið upp á pizzu og þátttakendur fá þátttökupening til minja um mótið.
Þetta Greifamót er jafnan punktur yfir i-ið í vetrarstarfinu og er einstaklega skemmtilegt, enda skín ánægjan og gleðin úr andlitum allra
þátttakenda.