Greifamót KA í þriðja flokki um helgina

Um helgina fer fram Greifamót KA fyrir þriðja flokk karla í Boganum en mótið hefst á föstudegi og lýkur síðdegis á sunnudegi.

Mótið hefur skipað sér fastan sess á vorin í undirbúningi liðanna hér á svæðinu og svo koma lið utan af landi einnig á mótið og eru þetta dýrmætir leikir sem liðin ná á 11-manna velli en leiktími er 2x25 mín. og 2x30 mín.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu mótsins, http://www.ka.is/greifamot/3fl/2009

Myndin er af veitingahúsinu Greifanum sem er aðalstyrktaraðili mótsins.