24.05.2012
Fyrsti heimaleikur KA á þessu keppnistímabili verður á Akureyrarvelli á morgun, föstudaginn 25. maí, og hefst hann kl 18.30. Fyrir leikinn verður
boðið til grillveislu á vellinum og eru allir hvattir til þess að mæta snemma og hafa gaman. Veðurspáin er flott og því ekkert því
til fyrirstöðu að eiga góða stund á vellinum, hvetja okkar stráka til sigurs og njóta þess að sitja í fyrsta skipti í nýju
sætunum á Akureyrarvelli.