Á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, á meistaraflokkur KA heimaleik gegn Þrótti Reykjavík klukkan 19 á okkar iðagræna Akureyrarvelli. Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkar menn sem hafa hægt og sígandi verið að bæta fleiri stigum í sarpinn. Það er því afskaplega mikilvægt að allir KA-menn, stórir sem smáir, mæti á völlinn og hvetji strákana okkar til dáða.
Fyrir leik verður dr. Petar ásamt aðstoðarmönnum við grillið frá kl. 18 og býður upp á grillaðar pylsur í góðviðrinu sem Veðurstofan lofar. Ekki nóg með að boðið sé upp á pylsur heldur verða sundboltar gefnir á meðan birgðir endast.Krakkar, takið mömmu og pabba með, líka afa og ömmu og alla sem þið þekkið. Það er lang skemmtilegast þegar margir eru að horfa og hvetja.