Grótta heimsótt á morgun - laugardag.

Dan fer á fornar slóðir
Dan fer á fornar slóðir
KA leikur á morgun gegn Gróttu á Gróttuvelli í 19. umferð íslandsmótsins í 1 deild og hefst leikurinn kl 16.

Fyrri leik liðana lauk með sigri okkar 1-0 og var það Elvar Páll sem skoraði mark K.A það ágæta júníkvöld.  Grótta er einu stigi á eftir okkur með 19 stig,  hafa skorað 14 mörk en fengið á sig 22.  Við höfum skorað 22 en fengið á okkur 32. 

Áþekk lið sem sagt og ljóst að um hörkuleik verður að ræða og ekkert verður gefið eftir.  Stigin þrjú sem í boði eru geta verið gríðarlega mikilvæg þegar upp verður staðið, það er ljóst.  Flestir leikmenn okkar eru klárir í slaginn þó sumir séu að berjast við smá hnjask eins og Bjarni Fel myndi eflaust orða það.  KA-fólk sem er á sveimi á þessu blessaða suðvesturhorni er hvatt til þess að mæta og láta vel í sér heyra.

Áfram K.A.