Guðmundur Óli aftur í Völsung (Staðfest)

Miðvallarleikmaðurinn Guðmundur Óli Steingrímsson er farinn aftur á heimaslóðir til Húsavíkur þar sem hann mun leika með Völsungum, uppeldisfélagi sínu.

Guðmundur kom til KA sl. vetur frá Húsavíkurliðinu og hefur tekið þátt í öllum leikjum KA á tímabilinu, nema Selfossleiknum í gærkvöldi, og skorað í þeim þrjú mörk

Ljóst er að þetta er missir þar sem Guðmundur hefur leikið mikið með liðinu í sumar en þessi niðurstaða var óhjákvæmileg vegna persónulegra aðstæðna Guðmundar.

Mynd: Guðmundur Óli með knöttinn í leik gegn Fram í Lengjubikarnum í vetur.