Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA er þrátt fyrir allt ekki orðinn áhyggjufullur af stöðu liðsins en segist vel vita að liðið þurfi betri úrslit og ekki sé hægt að bíða endalasut eftir þeim “Það var vitað mál fyrir mót að þetta yrði gríðarlega jöfn deild. ÍA og Selfoss eru á siglingu og munu að öllum líkindum enda í efstu tveimur sætunum, í það minnsta er ÍA í sérflokki. Hin liðin geta öll tekið stig af hvert öðru"
KA byrjaði tímabilið frábærlega og sigruðu ÍR-inga 3-0 og HK-inga 4-3 eftir að hafa verið 3-1 undir, þar sýndi liðið sínar réttu hliðar en hvað þarf til að liðið sýni þær á ný “Við þurfum einfaldlega að ná að berja okkur saman til að úrslitin fari að detta með okkur, sýna samstöðu og baraáttuanda. Ég vil meina að menn séu að leggja sig fram en hins vegar verða menn að nálgast hvert verkefni sem úrslitaleik, ef það gerist og menn halda áfram að leggja sig fram hver fyrir annan, þá koma stigin. Það væri heldur ekki verra ef litlu atriðin færu að detta okkar megin, mörk breyta leikjum og við höfum fengið að finna fyrir því í síðustu umferðum,” sagði Gulli
Júlíglugginn svokallaði opnaði 15. júlí og fengu KA-menn strax góðan liðstyrk þegar Elmar Dan gekk á ný í raðir okkar en verið er að skoða málin með frekari liðsstyrk “Við erum alltaf að skoða okkur um og alls ekki ólíklegt að við munum bæta við okkar hóp. Elmar Dan er kominn til okkar, Tufa er að komast í gang og Guðmundur Óli er að ná sér eftir meiðsli. Það er gríðarleg reynsla í þessum mönnum sem við höfum saknað mikið að undanförnu. Á móti kemur að við höfum misst Andrés út sumarið og Elvar Páll mun ekki vera með okkur í síðustu umferðunum. Við viljum því þétta raðirnar, sérstaklega fram á við, við þurfum að skora mörk til að vinna leiki og fá stig í hús, það er ljóst.”
Þrátt fyrir allt segir Gulli að stemningin í hópnum sé létt og góð. “Hópurinn er mjög ungur og flestir léttir á því. Þrátt fyrir ungan aldur gera menn sér grein fyrir verkefninu framundan og eru staðráðnir í að láta verkin tala inni á vellinum,” sagði Gulli að lokum.