Ný stjórn knattspyrnudeildar KA á sínum fyrsta fundi í dag.
Á fyrsta stjórnarfundi knattspyrnudeildar í dag eftir aðalfundinn fyrr í þessum mánuði skipti stjórnin með sér verkum. Gunnar
Níelsson tekur við formannssætinu af Bjarna Áskelssyni, sem færir sig yfir í gjaldkerann. Halldór Aðalsteinsson er nýr ritari stjórnar,
Páll S. Jónsson og Hjörvar Maronsson eru meðstjórnendur og varmenn eru Sævar Helgason og Eggert Sigmundsson.