Undanfarnar vikur hafa verið viðburðaríkar og í mörg horn að líta hjá stjórn, svo sem sala auglýsingaskilta, ársmiða og
allt annað sem gera þarf í upphafi móts.
Ég er fyrir hönd stjórnar mjög þakklátur afar góðum undirtektum sem við höfum fengið. Ársmiðasala hefur verið með
miklum ágætum, einnig hafa fyrirtæki tekið okkur vel í sambandi við auglýsingaspjöld. Slíkt er ómetanlegt og hvetjandi
fyrir okkur, sem starfa í stjórn knattspyrnudeildar KA. Við finnum að við höfum meðbyr.
KA-lagið hefur verið endurútgefið og útkoman er svo góð að ólíklegasta fólk heyrist raula ,,við viljum sigur í
þessum leik”. Jóhann ,,minn” Kristinsson á mikið lof skilið fyrir hans miklu vinnu í því máli.
Ennig vil ég að þakka öllum þeim í KA-fjölskyldunni sem lagt hafa hönd á plóginn á Akureyrarvelli sl. daga, en afrakstur
þeirrar miklu vinnu njótum við á leiknum í kvöld og auðvitað alltaf hér eftir.
KA-fjölskyldan er mögnuð, það veit ég, kynntist því virkilega vel sl. haust við fráfall systur minnar. Þá fann ég
fyrir þeim mikla hlýhug sem í þessari fjölskyldu býr. Í kvöld vil ég fá að gleðjast með þessari sömu
KA-fjölskyldu, gleðjast yfir sigri KA gegn Víkingi á okkar glæsilega heimavelli.
Áfram KA.
Gunnar Níelsson
Formaður knattspyrnudeildar KA.