Gunnar Valur í leik KA og KF á laugardaginn
Í leik KA og KF urðu KA menn fyrir miklu áfalli þegar fyrirliði liðsins, Gunnar Valur Gunnarsson, féll í grasið og var ljóst frá byrjun
að meiðsli hans voru alvarleg. Nú hefur það verið staðfest að hásin hans slitnaði og við tekur aðgerð í vikunni og að henni
lokinni sjúkraþjálfun og endurhæfingarferli og stefnir fyrirliðinn á að snúa aftur til baka í júlí.