Nú þegar mánuður er liðinn af undirbúningstímabilinu sló heimasíðan á þráðinn til Gunnlaugs Jónssonar,
þjálfara og spurði hann út í byrjunina. Gulli er ánægður með hópinn sem hann hefur í höndunum og telur að betri bragur
sé á þessu en á sama tíma í fyrra
„Mér líst
mjög vel á hópinn, nú höfum við samanburð miðað við sama tíma í fyrra og það er betri bragur á þessu,"
sagði Gulli
Síðan tímabilinu lauk í haust hafa tveir leikmenn gengið til
liðs við félagið þeir Gunnar Valur frá Fjölni og Bjarki Baldvinsson frá Völsung
„Ég er mjög ánægður með þá, þeir æfa í
borginni og komu norður fyrir 3 vikum og voru þá langa helgi með okkur. Þeir eiga báðir eftir styrkja okkur mikið. Svo má ekki gleyma því
að Brian ákvað að semja við okkur og það var ekki sjálfgefið. Svo höfum við endurheimt Hauk Hinriks úr láni og þar gekk honum
vel enda kosinn leikmaður ársins hjá Völsungi. Það sem við horfum líka á er að þeir ungu strákar sem fengu umtalsverða
reynslu í sumar stigi skrefið fram á við og munu gera alvöru atlögu að því að gera betur á næsta
tímabili."
En býst Gulli við
því að styrkja liðið eitthvað frekar?
„Já ég býst við því, við þurfum
að styrkja sóknarþáttinn".
Mikið hefur verið lagt upp úr unglingastarfi KA undanfarin
ár og fjölmargir efnilegir strákar í 2. og 3. flokki. Aðspurður sagði Gulli að þessir strákar komi til með að fá
tækifærið á undirbúningstímabilinu til að sýna sig og sanna.
„Það munu strákar úr 2. flokki fá séns í þremur æfingaleikjum
sem framundan eru. Við spilum við Dalvík 2. des, heimsækjum Skagann og spilum við heimamenn 10. des og við ljúkum haustdagskránni í Boganum 17. des
gegn Tindastóli. Svo má ekki gleyma því að við spilum á tveimur liðum í Soccerade-mótinu þannig að þar munu margir
strákar fá tækifæri."
Að lokum var Gulli spurður hvernig
tilfinningu hann hefði fyrir átökunum framundan
„Ég hef mjög góða tilfinningu
fyrir þeim," svaraði Gulli þjálfari