Gunnlaugur Jónsson: Erum með nokkra bolta á lofti

Gulli ásamt Bjarna formanni
Gulli ásamt Bjarna formanni
Heimasíðan náði tali af Gunnlaugi Jónssyni þjálfara KA og spurði hann útí byrjunina á lengjubikarnum, væntanleg félagsskipti og tapið gegn ÍA. 

Í gær var það tilkynnt að varnarmaðurinn Janez Vrenko hafði samið við Þór “Við ætlum okkur að finna mann í hans stað” Sagði Gunnlaugur.

Eins og margir vita tapaði KA fyrir ÍA um helgina 5-0, þegar skoðuð er tölfræðin á milli leikmannahópa liðinna í þessum leik sést að leikmenn skaganns eiga að baki 400 fleiri leiki í deild og bikar á Íslandi.

“Að einhverju leyti vóg reynsla þeirra mikið í þessum leik. Það er ekki bara allir þessir leikir sem skilja að liðin heldur eru flestir í þessir leikja í efstu deild og það vita allir hvað er mikill munur á efstu tveim deildunum.  ÍA lítur orðið mjög vel út. Þeir fá Reyni Leósson inní vörnina, ref sem þekkir umhverfið uppá Skaga út og inn og límir vörnina saman, Gary Martin er einfaldlega of góður fyrir 1.deildina, hann er frábær senter og gerði 4 mörk í þessum leik auk þess að ná vel saman með Hirti Hjartar í framlínunni. Miðjan þeirra var einnig góð.Við vorum í smá erfiðleikum með leikmannahóp okkar í þessum leik þar sem það er töluvert um meiðsli og veikindi hjá okkur, það kallaði á töluverðar hræringar og t.a.m spiluðu 3 lykilmenn  ekki sína stöðu.  Sigur ÍA var þó helst of stór og auðvitað vorum við ekki sáttir við úrslitin.”

 Það er einnig gaman að segja frá því að Hjörtur Hjartarsson framherji skagans hafðu skorað jafnmörg mörk í deild og bikar eins og allt KA liðið eða 92 talsins.

En hvernig leist Gunnlaugi á framistöðu liðsins í leiknum?

“Við eigum í miklum erfiðleikum með framlínu ÍA í þessum leik og varnarleikur liðsins þarf að lagast. Þar er einfaldlega verk að vinna. Við eigum ágætis spilkafla í þessum leik og þrátt fyrir að staðan væri ekki góð gáfumst við ekki upp.  Það er eitt að tapa leik og hafa ekki svitnað en annað að tapa leik þegar menn leggja sig fram og eru að reyna að spila fótbolta  Í fyrstu 'alvöru' leikjum tímabilsins, gegn Þór, Gróttu og ÍA erum við að gera of mörg mistök í varnarleiknum og eftir því að fá of mörg mörk á okkur.  Við höfum sýnt það í þessum leikjum að það er mikið spunnið í þá yngri leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu alvöru skref í meistaraflokki og þeir eru til alls líklegir í framhaldinu. Ég hef sagt það við ætlum að verða klárir 13. maí á móti Leikni og við höfum 2 mánuði til stefnu. Á næstu vikum viljum við sjá stíganda í leik liðisins og allir munu leggjast á eitt til að það takist, strákarnir eru að leggja sig vel fram og taka á því á æfingum.”

8 eru mörkin sem KA hefur fengið á sig í þeim tveim leikjum sem búnir eru í lengjubikarnum og er Gunnlaugur meðvitaður um að varnaleikurinn er áhyggjuefni og ætlar sér að laga hann

"Það er klárt mál að við þurfum að laga varnarleikinn og ég geri fastlega ráð fyrir því að þær stöður á vellinum verði styrktar.  Við vitum hvað það er sem þarf að laga og höfum verið að vinna með þá þætti að undanförnu og munum halda því áfram” sagði Gunnlaugur um varnarleik okkar manna

Gunnlaugur hefur sagt það lengi vel að hann ætli sér að styrkja fremstu viglínuna en þrátt fyrir að erfitt sé að fá menn norður og ekki mikið fjármagn til staðar segist Gunnlaugur hafa nokkra bolta á lofti

“Við erum með nokkra bolta á lofti en ég get ekkert staðfest hvað nákvæmlega er í gangi. Eins og ég sagði áðan þá er það fyrsta verk að laga varnarleikinn við horfum hins vegar til þess að bæta við okkur mönnum fremst á vellinum líka og ég efast ekki um að við finnum rétta manninn eða mennina sem eru tilbúnir að koma til Akureyrar.”