Gunnlaugur Jónsson: Skref í rétta átt

Gulli ásamt Ingvari Gísla aðstoðarþjálfara
Gulli ásamt Ingvari Gísla aðstoðarþjálfara
Síðan hitti á Gunnlaug Jónsson þjálfara KA eftir leikinn gegn Breiðablik. 

 Leikurinn tapaðist 3-0 eins og margur veit en þrátt fyrir það var Gunnlaugur alls ekki ósattur enda var liðið að spila vel í leiknum þrátt fyrir tap, en varla var hægt að krefjast sigurs gegn meisturunum

Mér finnst við taka skref í rétta átt með þessum leik, við erum þéttari varnarlega heldur en undanförnum leikjum. Við vorum spila móti mjög vel spilandi liði og við gerðum ákveðnar breytingar í varnarleiknum í hálfleik sem virkuðu mjög vel.  Engu að síður eru mörkin ódýr og það er eitthvað sem við verðum að laga.  Við unnum boltann oft á miðsvæðinu í þessum leik en hefðum mátt vinna betur úr tækifærinu að sækja hratt." Sagði Gunnlaugur  

 Þeir Hafþór Þrastarson, Elvar Páll og Ágúst Örn spiluðu sinn fyrsta leik fyrir félagið í leiknum og var Gulli ánægður með þeirra framtak

“Þeir lögðu sig allir mjög vel fram í þessum leik og þeir eiga bara eftir að koma betur inní leik liðsins. Allir eru þeir spennandi leikmenn og þeir eiga eftir að læra inná leik liðsins og einnig eiga okkar strákar eftir læra inná þá.  Ég er mjög bjartsýnn að þeir eiga eftir að koma sterkir inní leik okkar.” Sagði Gulli að lokum