Það gerist ekki oft að KA haldi hreinu, hvað þá á útivelli, en það gerðist í kvöld, kannski þó vandamál að KA átti í erfiðleikum með að koma boltanum yfir línuna, eða hvað? “Það er mjög jákvætt að við skyldum halda hreinu og við fengum tækifæri til að skora, en það verður ekkert vandamál í næstu leikjum,” sagði Gulli bjartsýnn á að mörkin komi.
Eins og fyrr hefur komið fram eru talsverðar breytingar á liðinu frá síðasta keppnistímabili og smá basl var á vörninni framan af undirbúningstímabilinu, en hún hefur slípast vel til að undanförnu og þeir Hafþór og Boris eru að ná vel saman. “Já, þeir voru traustir og eiga bara eftir að verða betri. Sandor stóð vaktina vel í seinni hálfleik en það var mjög góð mynd á liðinu í dag. Menn að vinna hver fyrir annan og sýndu mikla samstöðu,” sagði Gulli og bætti við að liðið væri orðið að fínni blöndu sem væri að virka ágætlega.
ÁFRAM KA