Hvernig líst Hafþóri á að vera kominn til KA?
“Mér líst mjög vel á það, klúbburinn, liðið og þjálfarateymið virkaði strax mjög vel á mig”
Eftir eina æfingu og einn leik, hvernig eru hlutirnir að fara í hann?
“Umgjörðin er flott og öll aðstaða hjá félaginu til fyrirmyndar. Leikurinn á móti Blikum var ágætur, en það tekur smá tíma að komast inn í hlutina hjá nýju félagi, en ég held að við eigum bara eftir að verða betri.”
Nú eru einn og hálfur mánuður í mót, orðinn spenntur?
“Já, maður er farinn að hlakka til að komast á grasið og byrja mótið.”
Erfitt er að fá leikmenn norður af dularfyllstu ástæðum, var aldrei vafi í þínum huga að koma til Akureyrar þegar sú staða kom upp?
“Nei, Gulli er náttúrlega frábær þjálfari sem ég hafði strax mikinn áhuga á að spila fyrir.”