Það þarf ekki að koma á óvart að Hallgrímur Mar skuli vera í liði ársins, enda er hann tvímælalaust í hópi bestu leikmanna landsins í stöðu vinsti kantmanns. Eins og fram hefur komið framlengdi hann samning sinn við KA sl. fimmtudag og því mun hann láta ljós sitt skína á vellinum næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar.
Í liði ársins í 1. deildinni, samkvæmt Fótbolti.net, eru:
Markvörður:
Einar Hjörleifsson (Víkingur Ó.)
Varnarmenn:
Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
Atli Jens Albertsson (Þór)
Haukur Lárusson (Fjölnir)
Pablo Punyed (Fjölnir)
Miðjumenn:
Orri Freyr Hjaltalín (Þór)
Eldar Masic (Víkingur Ó.)
Edin Beslija (Víkingur Ó.)
Sóknarmenn:
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Víkingur Ó.)
Ármann Pétur Ævarsson (Þór)
-----
Aðrir KA-menn sem voru, samkvæmt Fótbolti.net, tilnefndir í kjörinu eru Sandor Matus, Gunnar Valur Gunnarsson, Darren Lough, Jóhann Helgason og Guðmundur
Óli Steingrímsson.