Hallgrímur í leik síðasta sumar
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er gengin í raðir KA frá Völsungi. Hallgrímur lék með KA frá 2009
þangað til á miðju tímabili síðasta sumar þegar hann skipti yfir í Völsung aftur.
Hallgrímur hefur æft með KA í vetur og var lykilmaður í Soccerademótinu sem KA vann eins og margir muna vel eftir. Hallgrímur spilaði
bæði með KA1 og KA 2 á soccerade mótinu. Samanlagt spilaði hann 7 leiki og skoraði í þeim 5 mörk en hann átti einnig nokkrar
stoðsendingar.
,,Ég er gríðarlega ánægður að hafa fengið
Hallgrím, hann er búinn að vera frábær í Soccerademótinu og ég lagði mikla áherslu að fá hann yfir," sagði
Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA í samtali við Fótbolta.net í dag.
Heimasíðan náði tala af Hallgrími í gær eftir æfingu: ,, Ég er búinn að fá
félagaskipti yfir í KA, síðan á bara eftir að ganga frá samning en það verður klárað í þessari viku." sagði
Hallgrímur sem var mjög ánægður með að þetta væri allt komið á hreint.
Ekkert varð að því að Hrannar Björn
bróðir Hallgríms gengi til liðs við félagið en hann hefur einnig æft og spilað með liðinu í vetur.
,,Hann verður í Völsungi
í sumar, það er sameiginleg ákvörðun allra í þessu máli," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net.
Þetta eru frábær
tíðindi fyrir KA menn enda er Hallgrímur gífurlega efnilegur leikmaður og kemur til með að spila stórt hlutverk með KA á komandi
mánuðum.
Viðtal við Hallgrím
verður birt á síðunni seinna í dag eða á morgun