Haukar heimsóttir.

Haukar taka á móti okkar mönnum í 15 umferð Íslandsmótsins í fótbolta á heimaveli sínum á Ásvöllum og hefst leikurinn kl 16.00 Fyrri leik liðana lauk með sigri Hauka 2-0 eins og fólk e.t.v . rekur minni til.  Sá leikur fór örlítið með okkur útaf sporinu vil ég meina og nú er komið að því að við borgum til baka.  

Sigur í þessum leik gefur okkur góða viðspyrnu og ég hef fulla trú á því að okkar menn sýnir sparihliðarnar og vinni Hauka.  Við höfum séð hversu mikið er í K.A liðið spunnið á góðum degi.  þó nokkur munur sé á stigum þessara liða tel ég að við höfum getu til þess að vera hærra staddir í deild en raun ber vitni.

Nú er lag að láta vaða, tökum þrjú stig með heim.

Áfram K.A.