Haukar - KA í kvöld! I Beint á SportTV

Mikilvægasti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld klukkan 18:00 þegar KA menn fara á Ásvelli og mæt heimamönnum í Haukum. Óli Jó og lærisveinar eru í 3 sæti deildarinna með 30 stig en KA í 5.sæti með 29 stig, 6 stigum frá 2.sæti þegar 3 umferðir eru eftir. Enþá er séns á að komast upp og því gefumst við KA menn ekki upp fyrr en sénsinn er 0%! Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er í beinni á Sporttv.is fyrir okkur sem ekki komast en þeir sem geta mætt á völlinn, endilega fjölmennið og styðjið okkar menn til sigurs! ÁFRAM KA!